Entries by zuismisadmin

Zúistar búnir að endurgreiða sóknargjöldin

Trúfélagið Zuism hefur endurgreitt meðlimum sínum að fullu sóknargjöld þeirra fyrir síðustu tvö ár. Allir meðlimir, sem sóttu um endurgreiðsluna, fengu greiddar 19.976 kr. ,,Meðlimum var einnig boðið að láta sóknargjöldin renna til góðgerðarmála og voru í kringum 7% sem völdu þann möguleika. Félagið hefur nú í framhaldinu sett til hliðar um það bil 2,5 […]

Zúistar hefja endurgreiðslur á sóknargjöldum upp úr miðjum nóvember

Trúfélagið Zuism mun hefja endurgreiðslur á sóknargjöldum til meðlima félagsins upp úr miðjum nóvember mánuði. Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, segir að umsóknarfrestur sé til 15. nóvember og stefnt sé að því að greiða tveimur dögum eftir að honum lýkur. ,,Eftir langa bið og mikla baráttu er loksins komið að því að Zúistar geti fengið […]

Zuistar afhentu 1,1 milljón króna til Barnaspítala Hringsins

Trúfélagið Zuism afhenti í dag 1,1 milljón króna til styrktar Barnaspítala Hringsins. Stjórn Zuism ákvað að láta upphæð að andvirði sóknargjalda þeirra sem sagt hafa sig úr félaginu að undanförnu renna í þetta góða málefni. ,,Við erum stolt af því að fyrsti styrkur Zuism til Barnaspítala Hringsins sé orðinn að veruleika og vonum að þeir […]

Yfirlýsing frá Ágústi Arnari Ágústsssyni, forstöðumanni trúfélagsins Zuism

Vegna villandi upplýsinga í fréttum í fjölmiðlum um trúfélagið Zuism vill Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður félagsins, koma eftirfarandi á framfæri: Félagið var viðurkennt sem trúfélag í byrjun 2013 eftir árslangt skráningarferli. Stjórn félagsins hefur verið óbreytt að meirihluta frá stofnun félagsins. Ágúst Arnar Ágústsson tók við sem forstöðumaður í september 2014. Stjórn félagsins fékk veður […]