Yfirlýsing frá Ágústi Arnari Ágústsssyni, forstöðumanni trúfélagsins Zuism

Vegna villandi upplýsinga í fréttum í fjölmiðlum um trúfélagið Zuism vill Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður félagsins, koma eftirfarandi á framfæri:

Félagið var viðurkennt sem trúfélag í byrjun 2013 eftir árslangt skráningarferli.
Stjórn félagsins hefur verið óbreytt að meirihluta frá stofnun félagsins.
Ágúst Arnar Ágústsson tók við sem forstöðumaður í september 2014.

Stjórn félagsins fékk veður af því um mánaðamótin nóvember/desember 2015 að
einstaklingar ótengdir félaginu væru að koma fram fyrir hönd þess og kynntu sig sem
stjórn félagsins og forstöðumann.

Tafarlaust var að haft samband við þessa einstaklinga og einnig starfsmann
sýslumanns til að leita eftir svörum hvernig á þessu stæði.
Báðir aðilar fóru undan í flæmingi og var ákveðið að fá lögmann í málið.
Eftir að enginn svör fengust í lengri tíma frá starfsmanni sýslumanns þá var
ákveðið að fara með málið til innanríkisráðuneytisins. Einnig var lögð fram kæra
til lögreglunnar þegar kom í ljós að þessir aðilar höfðu reynt að blekkja
fjársýslu ríkisins til að leggja sóknargjöld félagsins inn á reikning sem var
ekki tengdur trúfélaginu.

Félagið hefur alltaf verið skráð trúfélag og starfandi og hefur aldrei fengið
neinar athugasemdir við starfsemi sína frá viðeigandi stofnun.
Við rannsókn innanríkisráðuneytisins kemur í ljós að starfsmaður sýslumanns
hefur átt í óviðeigandi samskiptum við umræddan hóp utan vinnutíma. Eftir að
þetta komst upp hefur hann verið staðinn að því að senda villandi
upplýsingar til innanríkisráðuneytisins og að eyða málsgögnum, sem meðal annars
tengjast samskiptum milli hans og umrædds hóps.

Niðurstaða innanríkisráðuneytisins leiddi í ljós að umræddur hópur hafði aldrei
nokkurn tímann stjórnað félaginu á nokkurn hátt og kemur fram að vinnuferli
starfsmanns sýslumann var ekki samkvæmt lögum.
Þrátt fyrir þetta var starfsmaður sýslumanns ennþá með málefni félagsins á sínu
borði og hefur vísvitandi ekki unnið úr tilkynningu félagsins um skráðan
forstöðumann enda miklir hagsmunir fyrir hann á þessu stigi.

Félagið ákvað að stefna ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda og féll dómur með
ríkinu vegna villandi upplýsinga frá starfsmanni sýslumanns.
Eftir að starfsmaður sýslumanns hafði hunsað fyrirmæli innanríkisráðuneytisins,
um að afgreiða mál félagins, var málinu snúið til Umboðsmanns Alþingis sem tók
málið snögglega til afgreiðslu.
Eftir 6-7 ósvöruðum ítrekunum frá umboðsmanni við erindi sínu til sýslumanns var
málið loks afgreitt af starfsmanni sýslumanns eftir næstum 2 ára bið. Eftir
afgreiðslu á tilkynningunni var lokið staðfestist að Ágúst Arnar hefur verið
forstöðumaður félagsins yfir allt þetta tímabil.

Eftir að erindið var afgreitt hjá sýslumanni var óskað eftir því við fjársýslu
ríkisins að hún hefði aftur greiðslur sóknargjalda til félagsins sem höfðu verið
frystar eftir að umræddur hópur hafði reynt að fá þær til sín án leyfis.
Eftir að fjársýsla hóf aftur greiðslur til trúfélagsins hófst strax áætlanagerð
um ráðstöfun þeirra.

Félagið vinnur núna að heimasíðunni zuism.is þar sem að hægt verður að sækja um
endurgreiðslu á sóknargjöldum eftir umsýslugjöld. Félagið vinnur nú þegar með
endurskoðendum og ráðgjöfum um hvernig þessu sé best háttað.

Einnig verður val um að sóknargjöld viðkomandi sóknabarns renni til góðgerðamála.
Félagið hefur t.d. nú þegar sett sig í samband við Barnaspítala Hringsins og
hefur fengið lista af tækjum sem vantar á spítalann og hyggst félagið styrkja
það málefni ef safnast nægt fé. Með hjálp sóknarbarna getur félagið orðið langtíma
styrktaraðili að slíkum stofnunum.
Félagið hefur aðeins meðlimatal eins og það stendur í dag og getur ekki óskað
eftir upplýsingum um meðlimi sem hafa sagt sig úr félaginu.
Félagið hyggst einnig efla starfsemi trúfélagsins svo áframhaldandi stuðningur
við góð málefni og endurgreiðslur geti haldið áfram.

Félagið harmar það að villandi upplýsingar hafi verið á sveimi varðandi stjórn
félagsins og forstöðumann og ljóst er að umræddur hópur hefur ítrekað dreift
villandi og níðandi upplýsingum um réttmæta stjórnendur félagsins til að vernda
sjálfan sig og eigin hagsmuni. Félagið mun núna í framhaldinu vinna að því að
bæta ímynd sína og stuðla að uppbyggingu í samfélaginu.

Virðingafyllst
Ágúst Arnar Ágústsson forstöðumaður trúfélagsins Zuism

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *