Amargi (Endurgreiðsla sóknargjalda)
Zuism ætlar að endurgreiða sóknargjöld til meðlima sinna í ár og mun verða sérstakt umsóknarform á heimasíðu félagsins. Við stefnum á að opna fyrir umsóknir 1. Nóvember næstkomandi.
Hér eru smá upplýsingar um þennan trúarsið okkar sem við köllum Amargi:
Einn af helgisiðum Zúista felur í sér niðurfellingu og endurgreiðslu á sóknargjöldum til meðlima.
Súmerar til forna voru með elsta skattkerfi sem skrár eru til um, kerfið kallaðist Bala kerfið og skatturinn nefndist byrði.
Súmerar gerðu sér einnig grein fyrir hættunni sem stafar af mikilli skuldasöfnun í hagkerfum og reglulega voru allar skuldir niðurfelldar og byrjað upp á nýtt. Í Súmeríu kallaðist þessi siður Amargi.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!