Ágúst hættir sem forstöðumaður Zúista

Trúfélagið Zuism mun auglýsa eftir nýjum forstöðumanni félagsins á næstunni. Ágúst Arnar Ágútssson sem verið hefur forstöðumaður félagins síðastliðin 4 ár hefur ákveðið að hætta. Á síðasta aðalfundi í september sl. var kosin ný stjórn sem tók við núna um áramótin og verður það hennar fyrsta verk að hefja leit að nýjum forstöðumanni.

Ný stjórn verður kynnt ásamt nýjum forstöðumanni þegar búið er að ráða í stöðuna. Félagið hefur vaxið mikið á síðustu 2-3 árum og er eitt stærsta trúfélag Íslands, með tæplega tvö þúsund meðlimi, samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá. Zuism byggir á súmerskum trúabrögðum sem eru hin elstu í heimi og flest önnur trúarbrögð byggja á. Zuism er eina trúfélagið á Íslandi sem endurgreiðir meðlimum sóknargjöldin.

,,Ég hef ákveðið að hætta sem forstöðumaður og um leið stjórnarformaður Zuism. Þessi ákvörðun hefur legið lengi í loftinu eftir að hafa gegnt starfinu í fjögur ár. Þessi ár hafa verið mjög krefjandi, meðal annars að stýra fyrstu endurgreiðslu sóknargjalda á Íslandi og koma upp athöfnum á vegum félagsins. Mínar bestu minningar frá þessum tíma er einmitt þær giftingar sem ég hef framkvæmt. Ég vil þakka öllum sem hafa staðið á bakvið félagið og er ég sannfærður að bæði ný stjórn og forstöðumaður muni gæta hagsmuna félagsmeðlima og stefnu félagsins,“ segir Ágúst og bætir við að staða forstöðumanns verði auglýst á næstunni.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *