Endurgreiðsla sóknargjalda

Allir reitir þurfa að vera rétt fylltir út. Opið er fyrir umsóknir til kl: 16:00 þann 30.11.2018.
Skilmálar

Allir skráðir meðlimir í Zuism trúfélagi eiga rétt á að sækja um endurgreiðslu sóknargjalda eða að láta ráðstafa fjármunum til góðgerðarmála. Allar umsóknir verða yfirfarnar áður en að útgreiðslu kemur, til að sannreyna að umsækjendur séu félagsmenn.

Umsækjendur þurfa að vera meðvitaðir um að greiðslan er tekjuskattskyld, en ekki staðgreiðsluskyld. Zuism skilar verktakamiða til Ríkisskattstjóra vegna greiðslunnar og ætti fjárhæðin því að vera forfærð í skattframtal umsækjanda, en umsækjandi ber ábyrgð á því sjálfur að gæta að því að fjárhæðin sé réttilega talin fram í skattframtali.

Í þessu felst að umsækjendur fá sóknargjöldum ráðstafað til sín, en þurfa að greiða annað hvort 36,94% eða 46,24% tekjuskatt af fjárhæðinni í álagningu 2019, vegna tekna 2018. Það ræðst af heildartekjum umsækjanda árið 2018 hvoru skatthlutfallinu beri að beita.

Kjósi umsækjandi að ráðstafa fjármununum til góðgerðarmála eða í Ziggurat-sjóð hefur það engar skattalegar afleiðingar fyrir umsækjanda eða viðkomandi góðgerðarfélag, enda eru góðgerðarfélög almennt undanþegin tekjuskatti.

Umsókn byggir á þeirri forsendu að umsækjandi sé félagsmaður í Zuism trúfélagi og með því að senda inn umsóknina lýsa umsækjendur því yfir að þeir séu félagsmenn. Zuism trúfélag áskilur sér rétt til að tilkynna þá til lögreglu sem reyna að villa á sér heimildir.Já ég samþykki skilmálana og staðfesti að ég er félagsmaður í Zuism trúfélagi.