Prestar Zuism framkvæma giftingar eftir beiðnum. Hægt er að senda fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar giftingar hérna.
Gjald fyrir athöfnina er 50.000 kr. Félagsmaður fær 10.000 kr. afslátt eða samtals 20.000 kr. ef báðir aðilar eru félagsmenn.

Könnun hjónavígsluskilyrða

Til að sýslumaður geti kannað hvort hjónaefni uppfylli skilyrði til að ganga í hjúskap þarf að leggja fram (eða sýna) eftirtalin gögn:

  1. Fæðingarvottorð frá Þjóðskrá Íslands. Hægt að panta hér.
  2. Persónuskilríki, t.d. vegabréf, ökuskírteini eða nafnskírteini.
  3. Vottorð frá Þjóðskrá Íslands um hjúskaparstöðu eða sambærilegt vottorð frá erlendu yfirvaldi.
    Vottorð skv. þessari grein má ekki vera eldra en átta vikna. Hægt að panta hér.
  4. Gögn um að fyrra hjónabandi sé lokið (ef við á).
    Hafi fyrra hjúskap lokið með lögskilnaðarleyfi útgefnu hér á landi skal leggja fram vottorð Þjóðskrár Íslands um lögskilnað eða leyfisbréf um lögskilnað. Hafi hjónabandi verið slitið með dómi skal leggja dóminn fram. Sé fyrri maki látinn skal leggja fram dánarvottorð frá Þjóðskrá Íslands.  Sérreglur gilda um sönnun fyrir að hjúskap sé lokið hafi það gerst utan Íslands, sjá 7. gr. reglugerðar umkönnun hjónavígsluskilyrða.

Hverjir annast könnun hjónavígsluskilyrða

Löggildir hjónavígslumenn annast könnun hjónavígsluskilyrða. Það eru sýslumenn, prestar, forstöðumenn skráðra trúfélaga.  Einungis  sýslumenn sjá þó um könnun hjónavígsluskilyrða, ef hjónaefni, annað eða bæði, eiga ekki lögheimili hér á landi. Þetta gildir þó að prestur eða forstöðumaður skráðs trúfélags annist hjónavígsluna sjálfa.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu sýslumanns