Entries by zuismisadmin

Ágúst hættir sem forstöðumaður Zúista

Trúfélagið Zuism mun auglýsa eftir nýjum forstöðumanni félagsins á næstunni. Ágúst Arnar Ágútssson sem verið hefur forstöðumaður félagins síðastliðin 4 ár hefur ákveðið að hætta. Á síðasta aðalfundi í september sl. var kosin ný stjórn sem tók við núna um áramótin og verður það hennar fyrsta verk að hefja leit að nýjum forstöðumanni. Ný stjórn […]

Gleðilegt Amargi

Kæru Zúistar, búið er að greiða þeim sem sóttu um Amargi þetta árið. Upphæðin í ár er 9.310 kr. og vonum við að það nýtist félagsmönnum vel. Ef einhverjar spurningar vakna upp í kringum Amargi er bent á að hafa samband í gegnum heimasíðu félagsins zuism.is.

Yfirlýsing frá trúfélaginu Zuism

Vegna umfjöllunar um trúfélagið Zuism á Vísi í dag vill félagið koma eftirfarandi atriðum á framfæri. Zuism er eitt stærsta trúfélag landsins en meðlimir trúfélagsins eru nú um tvö þúsund talsins. Starfsemi félagsins gengur vel en röng mynd er dregin upp af starfsemi félagsins í frétt Vísis. Trúfélagið býður upp á og hefur framkvæmt ýmsar […]

Tími Amargi genginn í garð. (Endurgreiðsla sóknargjalda)

Kæru Zúistar nú er tími hins mikilvæga helgisiðs Amargi genginn í garð. Zúistum er bent á að heimsækja zuism.is/amargi og fylla út formið sem þar er að finna. Einn af helgisiðum Zúista felur í sér niðurfellingu og endurgreiðslu á sóknargjöldum til meðlima. Súmerar til forna voru með elsta skattkerfi sem skrár eru til um, kerfið […]

Amargi (Endurgreiðsla sóknargjalda)

Zuism ætlar að endurgreiða sóknargjöld til meðlima sinna í ár og mun verða sérstakt umsóknarform á heimasíðu félagsins. Við stefnum á að opna fyrir umsóknir 1. Nóvember næstkomandi. Hér eru smá upplýsingar um þennan trúarsið okkar sem við köllum Amargi: Einn af helgisiðum Zúista felur í sér niðurfellingu og endurgreiðslu á sóknargjöldum til meðlima. Súmerar […]

Aðalfundur Zuism 2018

Aðalfundur Zuism verður haldinn Föstudaginn 14. September 2018 kl: 13:00 í Borgartúni 22, þriðju hæð. Á aðalfundi skulu fara fram öll venjuleg aðalfundarstörf; Lesið upp skýrslu stjórnar og önnur mál.

Zuism sækir um lóð í Reykjavík

Trúfélagið Zuism hefur lagt fram lóðarumsókn til Reykjavíkurborgar. Með umsókninni fylgja teikningar af fyrirhuguðu musteri sem Zúistar vilja byggja í nálægð við miðborg Reykjavíkur. Zuism er eitt stærsta trúfélag Íslands, með yfir tvö þúsund meðlimi, samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá. Zuism byggir á súmerskum trúabrögðum sem eru hin elstu í heimi og flest önnur trúarbrögð […]

Bjór og Bæn

Einn okkar vinsælasti viðburður er Bjór og Bæn. Þá hittast Zuistar og fá sér bjór og fara með ljóð um Bjórgyðjuna Ninkasi. Einnig er gaman að nefna að ljóðið er einnig elsta bjóruppskrift í heiminum og því vel við hæfi að skála við það. Hér er allt ljóðið á ensku (unnið er að Íslenskri þýðingu) […]

Zúistar og jólin

Hefðirnar sem við erum umlukin hver jól byrjuðu í elstu siðmenningu sem þekkt er, hjá Súmerum í Súmeríu og hafa þróast í gegnum aldirnar. Dumuzi (Dumuzid / Tammuz) var kallaður „guð hirðanna“ meðal forn–Súmera. Ungi guðinn átti í ástarsambandi við gyðjuna Inanna. Seinna, eftir fræga för Inanna til undirheimana, frelsar Dumuzi hana með því að […]

Zuism styrkir Kvennaathvarfið um eina milljón króna

Trúfélagið Zuism afhenti í morgun eina milljón króna til Kvennaathvarfsins. Styrkurinn er hluti af þeirri upphæð meðlima Zuism sem völdu að láta sóknargjöld sín renna til góðra málefna. ,,Þetta er ákfalega kærkominn styrkur og mun nýtast Kvennaathvarfinu og okkar skjólstæðingum mjög vel. Þessi styrkur mun fara í að bæta lífsgæði þeirra kvenna sem hingað leita […]