Ágúst hættir sem forstöðumaður Zúista

Trúfélagið Zuism mun auglýsa eftir nýjum forstöðumanni félagsins á næstunni. Ágúst Arnar Ágútssson sem verið hefur forstöðumaður félagins síðastliðin 4 ár hefur ákveðið að hætta. Á síðasta aðalfundi í september sl. var kosin ný stjórn sem tók við núna um áramótin og verður það hennar fyrsta verk að hefja leit að nýjum forstöðumanni.

Ný stjórn verður kynnt ásamt nýjum forstöðumanni þegar búið er að ráða í stöðuna. Félagið hefur vaxið mikið á síðustu 2-3 árum og er eitt stærsta trúfélag Íslands, með tæplega tvö þúsund meðlimi, samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá. Zuism byggir á súmerskum trúabrögðum sem eru hin elstu í heimi og flest önnur trúarbrögð byggja á. Zuism er eina trúfélagið á Íslandi sem endurgreiðir meðlimum sóknargjöldin.

,,Ég hef ákveðið að hætta sem forstöðumaður og um leið stjórnarformaður Zuism. Þessi ákvörðun hefur legið lengi í loftinu eftir að hafa gegnt starfinu í fjögur ár. Þessi ár hafa verið mjög krefjandi, meðal annars að stýra fyrstu endurgreiðslu sóknargjalda á Íslandi og koma upp athöfnum á vegum félagsins. Mínar bestu minningar frá þessum tíma er einmitt þær giftingar sem ég hef framkvæmt. Ég vil þakka öllum sem hafa staðið á bakvið félagið og er ég sannfærður að bæði ný stjórn og forstöðumaður muni gæta hagsmuna félagsmeðlima og stefnu félagsins,“ segir Ágúst og bætir við að staða forstöðumanns verði auglýst á næstunni.

Gleðilegt Amargi

Kæru Zúistar, búið er að greiða þeim sem sóttu um Amargi þetta árið. Upphæðin í ár er 9.310 kr. og vonum við að það nýtist félagsmönnum vel. Ef einhverjar spurningar vakna upp í kringum Amargi er bent á að hafa samband í gegnum heimasíðu félagsins zuism.is.

Yfirlýsing frá trúfélaginu Zuism

Vegna umfjöllunar um trúfélagið Zuism á Vísi í dag vill félagið koma eftirfarandi atriðum á framfæri.

Zuism er eitt stærsta trúfélag landsins en meðlimir trúfélagsins eru nú um tvö þúsund talsins. Starfsemi félagsins gengur vel en röng mynd er dregin upp af starfsemi félagsins í frétt Vísis. Trúfélagið býður upp á og hefur framkvæmt ýmsar vígsluathafnir, eins og brúðkaup og skírnir á síðustu vikum. Hvetjum við áhugasama til að nýta sér þá þjónustu. Það er því rangt og úr lausu lofti gripið að trúfélagið sé ekki virkt.

Þá fóru endurgreiðslur á sóknargjöldum til meðlima fram á síðasta ári líkt og lofað hafði verið. Umsóknir fyrir endurgreiðslur þessa árs hófust 1. nóvember sl. og standa til 30. nóvember nk. Við hvetjum alla meðlimi trúfélagsins til þess að nýta sér þennan valkost, ella láta féð renna til góðgerðarfélaga. Zuism er ekki eina trúfélagið sem fær sóknargjöld en það er það eina sem býður meðlimum sínum að fá þau endurgreidd.

Varðandi meint húsnæðisleysi félagsins þá óskaði félagið eftir því við Reykjavíkurborg að fá aðstöðu fyrir félagið eins og mörg önnur trúfélög hafa fengið en því var hafnað. Félagið hefur því í staðinn leigt aðstöðu á meðan leitað er eftir varanlegu húsnæði fyrir starfsemina. Í því sambandi hefur stjórn félagsins í hvívetna leitast við að lágmarka kostnað svo að peningar félagsins nýtist sem best til góðra starfa.

Rétt er að taka fram að Snæbjörn Guðmundsson og Ísak Andri Ólafsson voru aldrei við stjórnvölinn í trúfélaginu Zuism. Með því að villa á sér heimildir gagnvart Halldóri Þormari Halldórssyni, fulltrúa sýslumannsins á Norðurlandi eystra, tókst Ísaki Andra að hljóta stöðu forstöðumanns í trúfélaginu tímabundið. Í kjölfarið handvaldi hann nýja stjórn, þ.m.t. Snæbjörn Guðmundsson, en líkt og kemur fram í fréttinni úrskurðaði innanríkisráðuneytið skipan Ísaks Andra ólögmæta. Ekki þurfti að taka sérstaklega afstöðu til hinnar handvöldu stjórnar Ísaks Andra enda var hún bersýnilega ólögmæt þar sem hún hlaut aldrei kjör í samræmi við lög trúfélags Zuism. Snæbjörn og Ísak Andri hafa ítrekað villt á sér heimildir og talið utanaðkomandi aðilum trú um að þeir væru við völd í trúfélaginu, þrátt fyrir að hafa strax á fyrstu skrefum verið tilkynnt af stjórn félagsins að þeir störfuðu í trássi við lög félagsins, líkt og innanríkisráðuneytið staðfesti.

Fyrir hönd Zuism
Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism.

Tími Amargi genginn í garð. (Endurgreiðsla sóknargjalda)

Kæru Zúistar nú er tími hins mikilvæga helgisiðs Amargi genginn í garð.
Zúistum er bent á að heimsækja zuism.is/amargi og fylla út formið sem þar er að finna.

Einn af helgisiðum Zúista felur í sér niðurfellingu og endurgreiðslu á sóknargjöldum til meðlima.
Súmerar til forna voru með elsta skattkerfi sem skrár eru til um, kerfið kallaðist Bala kerfið og skatturinn nefndist byrði.
Súmerar gerðu sér einnig grein fyrir hættunni sem stafar af mikilli skuldasöfnun í hagkerfum og reglulega voru allar skuldir niðurfelldar og byrjað upp á nýtt. Í Súmeríu kallaðist þessi siður Amargi.

Amargi (Endurgreiðsla sóknargjalda)

Zuism ætlar að endurgreiða sóknargjöld til meðlima sinna í ár og mun verða sérstakt umsóknarform á heimasíðu félagsins. Við stefnum á að opna fyrir umsóknir 1. Nóvember næstkomandi.

Hér eru smá upplýsingar um þennan trúarsið okkar sem við köllum Amargi:

Einn af helgisiðum Zúista felur í sér niðurfellingu og endurgreiðslu á sóknargjöldum til meðlima.
Súmerar til forna voru með elsta skattkerfi sem skrár eru til um, kerfið kallaðist Bala kerfið og skatturinn nefndist byrði.
Súmerar gerðu sér einnig grein fyrir hættunni sem stafar af mikilli skuldasöfnun í hagkerfum og reglulega voru allar skuldir niðurfelldar og byrjað upp á nýtt. Í Súmeríu kallaðist þessi siður Amargi.

Aðalfundur Zuism 2018

Aðalfundur Zuism verður haldinn Föstudaginn 14. September 2018 kl: 13:00 í Borgartúni 22, þriðju hæð.
Á aðalfundi skulu fara fram öll venjuleg aðalfundarstörf; Lesið upp skýrslu stjórnar og önnur mál.

Zuism sækir um lóð í Reykjavík

Trúfélagið Zuism hefur lagt fram lóðarumsókn til Reykjavíkurborgar. Með umsókninni fylgja teikningar af fyrirhuguðu musteri sem Zúistar vilja byggja í nálægð við miðborg Reykjavíkur. Zuism er eitt stærsta trúfélag Íslands, með yfir tvö þúsund meðlimi, samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá. Zuism byggir á súmerskum trúabrögðum sem eru hin elstu í heimi og flest önnur trúarbrögð byggja á.

Félagið hefur vaxið mikið á síðustu 2-3 árum og þörfin fyrir húsnæði undir bæði starfsemi og athafnir orðin aðkallandi. Mikilvægt er að félagið hafi gott heimili til að geta haldið áfram að vaxa og dafna sem og sinnt þeim mikla fjölda meðlima sem er nú þegar í félaginu. Eins og staðan er í dag á félagið ekkert safnaðarheimili og ekkert um fáanlegar eignir sem henta félaginu. Talsvert er spurt um að koma á athöfnum og viðburðum og komast mun færri að vegna skorts á aðstöðu.

Einn helsti guð Zúista er Enlil og er hann guð lofts og jarðar. Zigguratið mun heita í höfuð á hans helsta musteri sem hét Ekur. Þýðing á nafninu þýðir fjallahof og er eitt af helgustu hofum Súmera þar sem Ekur táknar miðja jarðar þar sem helgistaður guðanna og jörð mætist. Samkvæmt teikningum mun byggingin vera á tveimur hæðum ásamt hofi ofan á annari hæð. Stór stigi mun vera alla leiðina frá jörðu upp að hofinu. Hofið er helgasti staður Zúista og þar geta farið fram athafnir svo sem giftingar, skírnir og tilbiðjanir. Einnig er einn vinsælasti viðburður Zúista bjór og bæn þar sem gyðjan Ninkasi er heiðruð með lestri á ljóði sem er einnig elsta bjóruppskrift í heimi.

Stjórn Zuism vinnur nú með verkfræðingum, byggingarvertökum og hönnuðum til að fá sem nákvæmasta kostnaðaráætlun og hönnun að byggingunni. ,,Við trúum á að nákvæmni og góður undirbúningur muni koma í veg fyrir tafir og hindranir. Allar áætlanir og teikningar eru unnar að fagaðilum. Endanlegaur kostnaður verksins ræðst þó að nokkru leyti af staðsetningu Zigguratsins. Eftir mikinn vöxt á félaginu árið 2015 ákvað stjórnin að stofna sérstakan Zigguratsjóð sem heldur utan um fjármál tengd uppbyggingu og viðhaldi byggingunnar. Frá og með 2018 mun meðlimum vera boðið að sóknargjöldin renni til Zigguratsjóðsins og einnig styrkja hann og efla ennþá meira.

Bjór og Bæn

Einn okkar vinsælasti viðburður er Bjór og Bæn. Þá hittast Zuistar og fá sér bjór og fara með ljóð um Bjórgyðjuna Ninkasi. Einnig er gaman að nefna að ljóðið er einnig elsta bjóruppskrift í heiminum og því vel við hæfi að skála við það.

Hér er allt ljóðið á ensku (unnið er að Íslenskri þýðingu) fyrir þá sem vilja kynna sér siði Zuism betur og fara með bæn með bjórnum:

Hymn to Ninkasi

Borne of the flowing water,
Tenderly cared for by the Ninhursag,
Borne of the flowing water,
Tenderly cared for by the Ninhursag,

Having founded your town by the sacred lake,
She finished its great walls for you,
Ninkasi, having founded your town by the sacred lake,
She finished it’s walls for you,

Your father is Enki, Lord Nidimmud,
Your mother is Ninti, the queen of the sacred lake.
Ninkasi, your father is Enki, Lord Nidimmud,
Your mother is Ninti, the queen of the sacred lake.

You are the one who handles the dough [and] with a big shovel,
Mixing in a pit, the bappir with sweet aromatics,
Ninkasi, you are the one who handles the dough [and] with a big shovel,
Mixing in a pit, the bappir with [date] – honey,

You are the one who bakes the bappir in the big oven,
Puts in order the piles of hulled grains,
Ninkasi, you are the one who bakes the bappir in the big oven,
Puts in order the piles of hulled grains,

You are the one who waters the malt set on the ground,
The noble dogs keep away even the potentates,
Ninkasi, you are the one who waters the malt set on the ground,
The noble dogs keep away even the potentates,

You are the one who soaks the malt in a jar,
The waves rise, the waves fall.
Ninkasi, you are the one who soaks the malt in a jar,
The waves rise, the waves fall.

You are the one who spreads the cooked mash on large reed mats,
Coolness overcomes,
Ninkasi, you are the one who spreads the cooked mash on large reed mats,
Coolness overcomes,

You are the one who holds with both hands the great sweet wort,
Brewing [it] with honey [and] wine
(You the sweet wort to the vessel)
Ninkasi, (…)(You the sweet wort to the vessel)

The filtering vat, which makes a pleasant sound,
You place appropriately on a large collector vat.
Ninkasi, the filtering vat, which makes a pleasant sound,
You place appropriately on a large collector vat.

When you pour out the filtered beer of the collector vat,
It is [like] the onrush of Tigris and Euphrates.
Ninkasi, you are the one who pours out the filtered beer of the collector vat,
It is [like] the onrush of Tigris and Euphrates.

Zúistar og jólin

Hefðirnar sem við erum umlukin hver jól byrjuðu í elstu siðmenningu sem þekkt er, hjá Súmerum í Súmeríu og hafa þróast í gegnum aldirnar.

Dumuzi (Dumuzid / Tammuz) var kallaður „guð hirðanna“ meðal fornSúmera. Ungi guðinn átti í ástarsambandi við gyðjuna Inanna. Seinna, eftir fræga för Inanna til undirheimana, frelsar Dumuzi hana með því að taka hennar stað. Hann er hins vegar upprisinn ár hvert í sex mánuði og sýnir með því að undirheimarnir geta verið sigraðir. Dagur upprisu hans er á vetrarsólstöðunni (21. desember) á hverju ári. Síðan deyr hann aftur á sumarsólstöðunni og byrjar ferlið aftur. Hann var álitinn Guð bæði hirða og gróðurs. Þannig voru grenitré oft notuð til að heiðra hann á vetrarsólstöðunni, vegna þess að þau deyja ekki á veturna og tákna sigur lífsins yfir dauðanum.

12 dagar jólanna eru komnir frá bardaga og sigri Marduk á guðum myrkursins. Að gefa jólagjafir er einnig hefð sem byrjaði í Súmeríu. Á hátíðahöldunum héldu merarnir stórar skrúðgöngur, sendu hverjum öðrum heillaóskir og skiptust á gjöfum. Síðar notuðu Grikkir vetrarsólstöðuna til hátíðahalda sem heiðruðu sigur Zeus á Kronos og Titans. Rómverjar fögnuðu einnig Saturnalia og trú sinni á Mithraism. Það var stærsta hátíð ársins og allir gáfu hvor öðrum gjafir.

Þessar hefðir og fleiri í tengslum við nótt dauða og endurfæðingu sólarinnar dreifðust víða um heim, þar á meðal til Íslands.

Gleðilega hátið

Zuism styrkir Kvennaathvarfið um eina milljón króna

Trúfélagið Zuism afhenti í morgun eina milljón króna til Kvennaathvarfsins. Styrkurinn er hluti af þeirri upphæð meðlima Zuism sem völdu að láta sóknargjöld sín renna til góðra málefna.

,,Þetta er ákfalega kærkominn styrkur og mun nýtast Kvennaathvarfinu og okkar skjólstæðingum mjög vel. Þessi styrkur mun fara í að bæta lífsgæði þeirra kvenna sem hingað leita og auka sérfræðiþjónustu sem er mjög mikilvægt,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.

Zuism hefur þegar styrkt Barnaspítala Hringsins um 1,1 milljón til tækjakaupa og neyðarsjóð UNICEF með 300 þúsund króna framlagi. Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, segir að trúfélagið muni halda áfram að styrkja önnur góðgerðarmálefni á næstu misserum. Zuism er eina trúfélag landsins sem leyfir sóknarbörnum að ráðstafa sínum sóknargjöldum.

Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, afhenti Sigþrúði Guðmundsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins, styrk frá trúfélaginu að upphæð einni milljón króna í morgun